*

Tölvur & tækni 18. júlí 2014

Facebook kynnir „kaup" hnapp

Nú geta notendur Facebook verslað beint af samskiptavefnum, talið er að þetta geti aukið hagnað fyrirtækisins.

Facebook hefur nú kynnt nýjung sem leyfir notendum að kaupa vörur beint frá vefsíðunni. Neytendur geta ýtt á „kaup" hnapp sem leyfir þeim að kaupa vöru sem auglýst er á Facebook án þess að fara af síðunni. 

Forsvarsmenn samskiptavefsins, sem nú telur 1,2 milljarða notenda, telja að þetta geti aukið hagnað fyrirtækisins.

Mikil aukning hefur orðið í internet sölu undanfarið en áætlað er að sölur á netinu í Bandaríkjunum munu nema 304,1 milljörðum bandaríkja dala á árinu eða um 34 þúsund milljörðum íslenskra króna. 

Með þessu skrefi er Facebook búið að stimpla sig inn sem mikilvægur þátttakandi í auglýsingum sem neytendur geta brugðist beint við. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja mikið öryggi fylgja nýjungunum og að gætt verði að því að greiðslur séu sem öruggastar í gegnum forritið.

Stikkorð: Facebook  • auglýsingar  • sala