*

Tölvur & tækni 17. nóvember 2014

Facebook at Work til höfuðs LinkedIn

Facebook hyggur á sókn inn í atvinnulífið. Ný vara verður í samkeppni við LinkedIn, Google Drive og Microsoft Office.

Á mörgum vinnustöðum er Facebook álitið tímaþjófur. Marck Zuckerberg og félagar er nú á vegferð að breyta þessari ímynd fyrirtækisins með nýrri vöru sem nefnist Facebook at Work. Því er ætlað að auðvelda fólki á vinnumarkaði að halda utan um tengslanet sitt og bjóða á sama stað þjónustu sem er að einhverju leyti sambærileg þeirri sem Google Drive eða Microsoft Office býður.

Starfsmenn Facebook hafa notað lausnina seinastliðið ár innan vinnustaðarins í þróunartilgangi. Nú hefur völdum fyrirtækjum verið boðið að taka þátt í prófun í aðdraganda útgáfunnar. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvenær það verður gert.

Financial Times greinir frá.

Stikkorð: Facebook  • LinkedIn