*

Hleð spilara...
Bílar 21. maí 2013

Fæðing mest selda bíls Bandaríkjanna

Vegna mikillar eftirspurnar var bætt við þriðju vaktinni í bílaverksmiðju Ford í Kansas í Bandaríkjunum.

Mest seldi bíllinn í Bandaríkjunum í apríl var Ford F línan en þar seldust 59 þúsund trukkar af tegundinni, flestir F-150. Næstur á eftir kom Chervolet Silverado en tæplega 40 þúsund pallbílar seldust af þessari gerð. Þriðji í röðinni var Honda Accord en rúmlega 33 þúsund bílar seldust ef tegundinni.

Mikil sala á Ford F-pallbílunum kemur í sjálfu sér ekki á óvart því bíllinn hefur verið einn mest seldi bíll Bandaríkjanna í þrjá áratugi.

Vegna mikillar eftirspurnar hefur Ford fjölgað vöktum í verksmiðju sinni í Kansas borg.

Verksmiðjan hefur verið starfrækt frá 1951 en eins og má sjá á myndbandinu, þar sem hægt er að fylgjast með fæðingu F-150, kemur mannshöndin meira að smíði trukkanna en gengur og gerist í nýjustu og bestu bílaverksmiðjum sem eru starfræktar.

Stikkorð: Ford