*

Sport & peningar 17. desember 2015

Fær 7,8 milljarða starfslokasamning

Jose Mourinho var rekinn í dag, en hann fær um 7,8 milljarða króna.

Jose Mour­in­ho var í dag rekinn frá knattspyrnufélaginu Chelsea eftir afleitann árangur á þessu tímabili. Hann vann ensku deildina í fyrra en í dag er liðið einu sæti frá fallsæti.

Enskir miðlar greina frá því í dag að Chelsea þurfi að greiða Mour­in­ho um 40 milljónir punda í starfslokasamning, eða um 7,8 milljarða króna. Nýr samningur var gerður við Mour­in­ho í ágúst á þessu ári en hann var til fjögurra ára.

Til að slíta samningnum þarf í raun að borga upp allan samninginn og þar að leiðandi að greiða þau laun sem hann hefði fengið á þessum fjórum árum.

Stikkorð: Fótbolti  • Íþróttir  • Chelsea  • Enska deildin  • Mourinho  • Fótknattleikur