*

Bílar 1. maí 2016

Fær útrás á GoKart bílum

Rúnar Freyr Gíslason rifjar upp adrenalínkikk í Gokart brautum og þegar hann var tekinn fyrir of hraðan akstur í beinni útsendingu.

Róbert Róbertsson

Rúnar Freyr Gíslason leikari er útvarpsmaður og verkefnastjóri. Hann lék m.a. í sjónvarpsþáttunum vinsælu Ófærð. Hann mun vinna að tónleikum Justin Bieber sem verða í september en hann starfar m.a. í verkefnastjórnun fyrir Senu Live. Rúnar Freyr rifjar hér upp adrenalínkikk í GoKart brautum og þegar hann var tekinn fyrir of hraðan akstur í beinni útsendingu. Hann segir Loga Bergmann Eiðsson versta bílstjóra sem hann þekki.

Hver er uppáhaldsbíllinn sem þú hefur ekið?

,,Þegar kemur að bílum þá geri ég ekki miklar kröfur. Toyota Land Cruiser sem ég ek núna er mjög fínn og raunar besti bíll sem ég hef átt. Hann er stór og rúmgóður. Ég á fimm börn og það er pláss fyrir alla og allt dótið. Ég fer mikið út á land og sérstaklega norður. Jeppinn er mjög þægilegur í ferðalögin. Ég er hins vegar ekkert á fjöllum þannig að ég hef ekkert prófað hann í miklum torfærum. Ég er meira fyrir hraðakstur heldur en torfærur en þar sem það má ekki keyra hratt á þessu landi þá fæ ég útrás á gogart bílum í útlöndum. Strákarnir, vinir mínir, kalla mig ökuníðinginn þegar ég er á slíkum bílum. Ég stíg þá bensíngjöfina í botn og nota ekki bremsurnar. Ég breytist í eitthvert villidýr þegar ég er kominn á gogart braut.“

Hver er eftirminnilegasta bílferðin?

,,Ætli það sé ekki ökuferð fyrir tveimur árum. Ég var að aka austur þar sem ég var framkvæmdastjóri Edrú hátíðarinnar. Á leiðinni var ég í viðtali við Bylgjuna þar sem Valtýr Björn og Jói útvarpsmenn voru að spjalla við mig um hátíðina. Ég var stoppaður af löggunni fyrir of hraðan akstur í beinni útsendingu. Það heyrðist allt í útvarpinu og úr varð mikill farsi. Ég varð landsfrægur lögbrjótur þarna í beinni útsendingu."

Nánar er fjallað um málið í Bílum, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur Viðskiptablaðsins geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Bílar  • Bílablaðið  • Rúnar Freyr  • GoKart