*

Sport & peningar 26. júlí 2019

Færa sig aftur yfir flóann

Þrefaldir NBA meistarar síðustu fimm ára munu brátt flytja sig frá Oakland yfir til San Francisco.

NBA-liðið Golden State Warriors mun á næstunni flytja keppnisvöll sinn frá borginni Oakland við San Francisco-flóa og yfir til San Francisco. Liðið sem hefur spilað í Oakland frá árinu 1971 mun því færa sig aftur yfir flóann þar sem liðið spilaði frá 1962 til 1971 yfir í hina nýbyggðu Chase Center sem hefur kostað um 1,5 milljarða dollara.

Þrátt fyrir flutningin mun liðið þó ekki breyta um nafn enda hefur vörumerkið náð heimsfrægð eftir þrjá NBA titla á síðustu fimm árum auk þess sem liðið hefur farið í úrslit öll árin fimm.