*

Veiði 10. ágúst 2015

Færri geiga í fyrsta skoti

Marktækur munur er á hlutfalli þeirra sem ná skotprófi fyrir hreindýraleyfi í fyrstu tilraun, séu árin 2012, 2013 og 2014 borin saman.

Jóhannes Stefánsson

Íslenskar hreindýraskyttur virðast nokkuð hittnari að meðaltali nú heldur en fyrir nokkrum árum. Þannig náðu tæplega 73% veiðimanna skotprófinu í fyrstu tilraun árið 2012, borið saman við um 77% veiðimanna árin 2013 og 2014.

„Veiðimenn koma betur undirbúnir í skotprófin nú heldur en fyrst,“ segir Jóhann G Gunnarsson, sérfræð­ingur í veiði- og verndarteymi Umhverfisstofnunar.

Veiðimenn hafa þrjár tilraunir til að standast skotpróf Umhverfisstofnunar, áður en þeim er heimilað að ganga til hreindýraveiða. Takist ekki að standast prófraunina í þremur tilraunum fær við­ komandi ekki að ganga til veiða.

Nær enginn munur er á hlutfalli þeirra sem standast ekki prófraunina, en 1,9% veiðimanna árið 2012, 1,3% veiðimanna árið 2013 og 2,1% veiðimanna árið 2014 höfðu ekki erindi sem erfiði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Veiði  • Hreindýr