*

Matur og vín 8. september 2012

Fágaðir vindlar í veiði

Fimm af bestu vindlum Habanos voru prófaðir á bökkum Hítarár og stóðust væntingar.

Vín og vindlar sannreyndu nýlega í Hítará að fátt fullkomnar góða veiði betur fyrir reykingamenn en gæðavindlar frá sæluríki félagshyggjumanna Kúbu. Að venju voru það vindlar frá hinu viðurkennda fyrirtæki Habanos sem urðu fyrir valinu.

Með talsverðri eftirvæntingu var fyrst tendrað í Hoyo De Monterrey sem segja má að sé nokkuð mildur og fágaður vindill. Næstir í röðinni voru Partagás- augljóslega nokkuð kröftugri ásamt Romeo Y Julieta sem segja má að sé klassískur millisterkur vindill í topp klassa. Eftir stutt hlé var ráðist í risana tvo; Montecristo og sjálfan Cohiba sem unnin er úr sérvöldum laufblöðum sem þó koma einungis af allra bestu tóbaksplöntunum.

Stikkorð: Vín og vindlar