*

Menning & listir 18. maí 2018

Fagna 150 ára afmæli séra Friðriks

Valur, Haukar, Skátarnir, KFUM og KFUK og Fóstbræður taka höndum saman til að fagna afmæli Séra Friðriks Friðrikssonar.

Föstudaginn 25. maí næst komandi eru 150 ár síðan sr. Friðrik Friðriksson, æskulýðsleiðtogi og brautryðjandi í starfi með ungmennum, fæddist að Hálsi í Svarfaðardal.

Hann stofnaði félögin KFUM og KFUK og urðu Valur, Væringar, síðar Skátafélag Reykjavíkur, Haukar og allar fimm sumarbúðir KFUM og KFUK til út frá þeim. Karlakórinn Fóstbræður varð jafnframt til innan KFUM.

Í dag hafa tugþúsundir Íslendinga tekið þátt í starfi sem stendur í þakkarskuld við sr. Friðrik og af því tilefni hafa KFUM og KFUK, Valur, skátarnir, Haukar og Fóstbræður sameinast um að halda veglega viðburði í tengslum við afmælið.

Fjósið á Hlíðarenda opnað eftir endurbætur

Blómsveigur verður lagður við styttuna af sr. Friðriki í Lækjargötu, hlauparar munu spretta úr spori í árlegu sr. Friðrikshlaupi, 25 ára vígsluafmæli Friðrikskapellu verður fagnað, Birkiskáli II í Vatnaskógi verður vígður, Fjósið að Hlíðarenda opnað formlega eftir gagngerar endurbætur og göngumessa haldin við Kaldársel. 

Afmælisdagskráin nær hápunkti með hátíðarsamkomu í Lindakirkju föstudagskvöldið 25. Maí kl. 20:00 þar sem Karlakórinn Fóstbræður, Jóhann Helgason ásamt Karlakór KFUM, Skátakórinn, Ljósbrot - kvennakór KFUK og Hljómsveitin Sálmari koma fram, auk þess sem ný kvikmynd um sr. Friðrik verður frumsýnd.

Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar nánar, en afmælisnefndina skipa:

  • Sr. Guðni Már Harðarson formaður
  • Þorgrímur Þráinsson fulltrúi Vals 
  • Magnús Gunnarsson fulltrúi Hauka
  • Dagbjört Brynjarsdóttir fulltrúi Skáta
  • Salóme Jórunn Bernhardsdóttir fulltrúi KFUK
  • Þórarinn Björnsson fulltrúi KFUM 
  • Lárus Loftsson fulltrúi Fóstbræðra

Stikkorð: Valur  • KFUM  • KFUK  • Haukar  • Fóstbræður  • Skátarnir  • Séra Friðrik Friðriksson
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is