*

Tölvur & tækni 27. mars 2013

Fagna tíu ára afmælinu með skotleik

CCP gefur út viðbót við prufuútgáfu skotleiksins DUST 514 í byrjun maí.

Tölvuleikjafyrirtækið CCP ætlar að gefa út nýja viðbót við prufuútgáfuna af skotleiknum DUST 514 6. maí næstkomandi. Sama dag fagnar fyrirtækið tíu ára afmæli tölvuleiksins EVE Online en hann kom út árið 2003. Útgáfa viðbótarinnar var tilkynnt í gærkvöldi á ráðstefnunni GDC í San Francisco í Bandaríkjunum. Þetta er ein stærsta leikjaráðstefna í heimi.

Í tilkynningu frá CCP segir m.a. að leikurinn sjálfur er ekki kominn út á almennan markað, en opin prufuútgáfa hans hafi þegar vakið mikla athylgi, m.a. fyrir það að tengja saman PlayStation og PC tölvur í einn og sama leikjaheim DUST 514 og EVE Online.     

Nýtt kynningarmyndband CCP, sem sýnir samspil DUST 514 og EVE Online, er komið út IGN, einni stærstu leikjavefsíðu heims. Það má nálgast hér.

DUST 514 er í dag aðgengilegur eigendum PlayStation leikjatölva í Evrópu, Eyjaálfu og Norður-Ameríku í gegnum svokallaða opna prufuútgáfu leiksins (Open Beta), sem nokkur hundruð þúsund manns hafa þegar nýtt sér. Uprising viðbótin mun hafa í för með sér ýmsar endurbætur fyrir spilara DUST 514. Notentaviðmót leiksins breytist, grafík hefur verið bætt auk þess sem ný farartæki, vopn og landsvæði standa nú spilurum hans til boða.

Stikkorð: CCP  • EVE Online  • DUST 514