*

Hitt og þetta 9. október 2013

Fallegt borðtennisborð sem þarf ekki að fela

Borðtennisborðið hefur aldrei þótt neitt sérstaklega falleg hönnun. En þökk sé spænskum hönnuðum er það liðin tíð.

Billjardborð hafa fyrir löngu síðan fengið viðurkenningu fyrir að vera fallegir gripir þar sem jafnvel heilu herbergin eru sniðin í kringum fegurðina sem þau eru. En borðtennisborð hafa löngum notið minni vinsælla í fagurfræðinnni og verið meira eins og litli ljóti frændinn sem enginn vill hafa uppi við og jafnvel margir bara falið niðri í kjallara.

En ekki lengur ef marka má nýjustu hönnun A.P.O. hönnunarstúdíósins en þeir hafa hannað borðtennisborð sem heitir Bola Service table.

Borðið er í löglegri borðtennisborðastærð og þolir hvaða högg sem er án þess að það láti á sjá. Enda líka eins gott því að eins og með alla almennilega hönnun þá er borðið praktískt og má nota sem borðstofuborð líka. 

Borðið kostar líka 4000 dali svo þá er elegant að geta bent þeim, sem þarf að sannfæra um að eyða slíkum fjármunum í borðtennisborð, að borða megi líka við herlegheitin. Sjá nánar á hinni skemmtilegu síðu Gizmodo.com.

Stikkorð: Borðtennis