*

Tíska og hönnun 24. október 2013

Fallegt hús frá miðöldum við Comovatn

Rétt fyrir utan bæinn Como er stórkostlega falleg eign til sölu sem samanstendur af þremur húsum.

Við Comovatn er mögnuð eign til sölu. Hún samanstendur af þremur villum frá miðöldum. Þær hafa verið gerðar upp af Terragni arkitekt sem þykir hafa tekist vel að halda upprunalegu útliti í bland við að innleiða nýjustu tækni í húsin.

Frá húsunum er útsýni yfir gullfallegan garð og Comovatn. Húsin eru í algjöru næði en þó mjög nálægt bænum Como og flugvellinum. Þau eru samtals 1360 fermetrar og í þeim eru átta svefnherbergi, ellefu baðherbergi, stórkostlegar setustofur og veislueldhús.

Óskað er eftir tilboðum í eignina en nánari upplýsingar má finna hér

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Ítalía  • Como vatn