*

Tíska og hönnun 3. júní 2013

Fallegt hús á Key Biscane eyju á Flórida

Á lítilli eyju undan ströndum Flórida er hús til sölu sem þykir algjört listaverk.

Á eyjunni Key Biscane er undurfallegt hús til sölu. Það er bjart og lofthæð er mikil en um leið er lögð áhersla á að húsið sé huggulegt og hlýlegt. Birtan fær að njóta sín á daginn og á kvöldin er lýsingin litrík eins og sjá má á myndunum.

Í húsinu eru sex svefnherbergi og sjö baðherbergi. Ekkert var til sparað í íburðinum og eldhúsið er hlaðið Master Chef SS Viking græjum. Í húsinu er bíósalur og líkamsrækt.

Húsið kostar 13,8 milljónir dollara eða tæpan 1,7 milljarð króna. Sjá nánar um húsið hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Florida Keys  • Florida
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is