*

Veiði 15. september 2012

Fallegustu veiðihúsin á Íslandi

Erfitt er að velja fallegasta veiðihúsið, en tvö hús virðast þó njóta almennrar hylli veiðimanna, húsin við Breiðdalsá og Hítará.

Veiðihúsið Lundur við Hítará þykir eitt fallegasta veiðihúsið á Íslandi, en Viðskiptablað­ið fékk nokkra þaulreynda veiði­menn til að segja frá sínum uppáhaldshúsum. Segja má að tvö hús standi þar upp úr. Annars vegar er það veiðihúsið Lundur við Hítará og hins vegar veiðihúsið við Breið­dalsá.

Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, segir sérstaklega fallegt að horfa út um gluggann á Lundi þar sem Breið­in blasir við. „Laxarnir sem þú ætl­ar að veiða sjást út um gluggann og innandyra er húsið löðrandi í sögu og fegurð,“ segir Bjarni.

„Þó húsið sé orðið meira en hálfrar aldar gam­alt og vissulega barn síns tíma þá er það veiðihús með sál!“ Guðmundur Guðjónsson, rit­stjóri veiðivefsins Vötn og veiði, tekur í sama streng. „Tvö veiðihús eru í mínum huga skör ofar en önn­ur, annars vegar við Hítará og hins vegar við Breiðdalsá.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Hítará  • Veiðihús  • Breiðdalsá