*

Menning & listir 4. maí 2012

Falsaði meira en þúsund málverk

Bragðarefurinn 'Billy' Mumford er nú kominn í fangelsi til næstu tveggja ára eftir að hafa selt hundruð falsaðra málverka.

Bragðarefnum William 'Billy' Mumford hefur verið stungið í fangelsi til næstu tveggja ára. Mumford hefur falsið meira en 1000 málverk og selt bláeygum kaupendum, oft dýrum dómum. Mumford viðurkenndi sekt sína en fjársvikin hafa nú staðið yfir í fimm ár.

Mumford náðist árið 2009 í kjölfar þess að uppboðshús í London benti á hann. Starfsmenn uppboðshússins höfðu veitt því athygli að undarlega mörg verk eftir listamanninn Maqbool Fida Hausain, sem stundum er kallaður Picasso Indlands, höfðu verið boðin til sölu. Frá þessu segir á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC.

Þegar lögreglan gerði húsleit á heimili Mumford komu í ljós hundruðir falsaðra málverka. Mumford hafði fjölda samstarfsmanna sem sáu um að koma málverkunum í umferð, t.d. til sölu á Ebay eða hjá uppboðshúsi, og fengu þeir í staðinn 20% hlut í söluhagnaðinum. Verk voru seld fyrir allt að 30.000 pund sem jafngildir um 6 milljónum íslenskra króna.

Á myndinni er verk sem sagt er vera eftir listamanninn Sadanand K. Bakrem. Það er í raun fölsun Mumfords. 

Stikkorð: Falsanir  • málverk