*

Hitt og þetta 10. nóvember 2013

Falsanir um víða veröld

Nýlegur grunur um falsað verk eftir Svavar Guðnason sýnir þörf á vitundarvakningu um falsanir á Íslandi.

Ríkisútvarpið sagði nýverið frá málverki eftir Svavar Guðnason sem er uppstillt í Rammamiðstöðinni í umboðssölu fyrir Íslending sem búsettur er í Svíþjóð. Fréttin fjallaði um grun Ólafs Inga Jónssonar forvarðar að verkið væri ,,alveg örugglega falsað“, en það væri ekki í fyrsta skipti sem falsað verk eftir Svavar væri settí sölu hér á landi sem og erlendis.

Eitt skýrasta dæmi þess að verð listaverka stýrist ekki af ,,innri gæðum“ þeirra er gífurlegt framboð falsaðra málverka í heiminum. Það þýðir að hátt verð listaverka stýrist fremur af takmörkuðu framboði upprunalegs verks tiltekins listamanns. Ef svo væri ekki, þá væri enginn skýr verðmunur á upprunalegu verki eftir Svavar Guðnason og fölsuðu verki. Raunin er sú að ef verk er falsað, þá er það gott sem verðlaust, sama hversu vönduð fölsunin er.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.