*

Sport & peningar 12. júlí 2018

Fara í verkfall vegna Ronaldo

Starfsmenn Fiat verksmiðjunnar á Ítalíu eru á leið í verkfall vegna félagsskipta Cristiano Ronaldo til Juventus.

Starfsmenn Fiat verksmiðjunnar á Ítalíu ætla í verkfall. Nýleg félagsskipti Cristiano Ronaldo til Juventus eru ástæðan fyrir því, en Fiat mun borga hluta af launum Ronaldo. Agnelli fjölskyldan sem á knattspyrnuliðið Juventus, á einnig Fiat. BBC greinir frá þessu.

Starfsmönnum Fiat þykir óásættanlegt að á meðan þeir taki á sig fjárhagslegar fórnir, þá sé verið að greiða einum manni milljónir evra. 

Juventus greiddi fyrrum félagi Ronaldo, Real Madrid, 112 milljónir evra til þess að fá Ronaldo í sínar raðir. Talið er að Ronaldo muni fá 26 milljónir punda í árslaun hjá Juventus.  

Stikkorð: Fiat  • Cristiano Ronaldo  • Juventus
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is