*

Ferðalög & útivist 4. desember 2013

Farðu í netfrí á þessum hótelum

Margir hanga á netinu allt fríið því þeir vilja ekki missa af neinu. Fyrir algjöra netfíkla er nú hægt að fara á sérstök hótel sem banna net.

Algengt er að fólk fari í frí en taki með sér tölvur og síma. Þó að fólk sé líkamlega í burtu, eins og til dæmis á sólarströnd, þá er hugurinn ennþá í vinnunni eða á samfélagsmiðlum á borð við Facebook, Instagram og Twitter.

Á CNN er grein um hótel sem bjóða upp á svokallað netfrí eða Digital Detox. Hótelin, sem eru í Chile, Kanada og jafnvel Karíbahafinu, bjóða upp á hóteldvöl þar sem fólk er hvatt til að sleppa því að vera á netinu. Oft eru tölvur og símar hreinlega bannaðir. Í staðinn er boðið upp á hugleiðslu, jóga, náttúruskoðun og aðra dægradvöl.

Levi Felix er einn af stofnendum The Digital Detox. Hann segir í samtali við CNN að um leið og fólk tekur sig úr sambandi við tölvur og internetið þá lækki blóðþrýstingurinn og fólk fær tækifæri til að hugsa sjálfstætt. Hann segir fólk alltaf hræddara og hræddara um að það sé að missa af einhverju. Bent er á að það sé engin tilviljun að orðin „Digital Detox“ og FOMO (Fear of missing out eða óttinn við að missa af einhverju) hafi verið tekin inn í Oxford orðabókina á sama tíma eða í ágúst 2013. Felix segir að um leið og fólk hætti að stara á skjáinn eða deila einhverju sem það er að gera og spá um leið í hvað allir hinir séu að gera fái fólk loks tækifæri til að vera það sjálft.

Hér koma hótelin góðu þar sem enginn má Instagrama eða hanga á Facebook.

New Camaldoli Hermitage, Big Sur, Kalifornía.

Remota Hotel, Puerto Natales, Chile.

Arawak Beach Inn, The Valley, Anguilla.

Tanque Verde Ranch, Tucson, Arizona.

Rancho La Puerta, Tecate, Mexíkó.

Fairmont Kenauk, Montebello, Kanada.

The Farm at San Benito, Lipa City, Filippseyjar.

Camp Grounded, Anderson Valley, Kalifornía.

Stikkorð: Internetið  • Ferðalög