*

Ferðalög & útivist 20. september 2013

Farðu í ódýra og rómantíska helgarferð

Það er skemmtilegt að fara í rómantíska helgarferð. Og enn skemmtilegra að spara.

Ef ferðinni er heitið í barnlaust og stutt frí eru möguleikarnir margir. Hótel og flugfargjöld geta samt kosta heilan helling en það er alveg hægt að spara ef hugað er að nokkrum atriðum. 

Vefsíðan Stuff.co.nz deilir nokkrum góðum ráðum með lesendum hvernig skal fara í yndislegt og rómantískt frí án þess að eyða aleigunni.  

Ekki ferðast á aðal ferðamannatímanum. Það er enginn að segja að það sé nauðsynlegt að ferðast akkúrat þegar fellibyljir herja á paradísareyjuna sem þú hyggst heimsækja en það má spara stórfé á því að bóka ferð rétt fyrir eða eftir háannatímann. Síðan er bara svo notalegt að dvelja á hótelum sem eru ekki yfirfull af fólki og börnum og gæludýrum.

Gistihús en ekki hótel. Það getur verið huggulegt að gista á fallegum gistihúsum úti í sveit. Síðan eru þau í flestum tilfellum ódýrari en hótelin.

Flugpunktar. Fylgstu með tilboðum og notaðu flugpunkta.

Falinn kostnaður. Passaðu þig á öllum aukakostnaði. Flugfélög reyna oft að rukka aukalega fyrir töskur og hótel rukka oft svívirðilega hátt verð fyrir internet.  

Stikkorð: Sparnaður  • Rómantík