*

Hitt og þetta 21. september 2004

Farsíminn meira notaður til SMS sendinga en símtala

Því sem næst annar hver Dani eldri en fimmtán ára, eða 48%, nota farsímann til að senda og móttaka SMS skilaboð á hverjum degi. Til samanburðar eru aðeins 44% sem nota farsímann daglega til símtala. Þetta eru niðurstöður greiningafyrirtækisins IDC, sem Netmiðillinn ComOn greinir frá. SMS skilaboð eru áberandi vinsælust meðal farsímanotenda á aldrinum 15-20 ára þar sem 90% nota SMS daglega. Í þessum aldurshópi notar rúmlega helmingur símann til að hringja eða svara símtölum.

Í elsta aldurshópnum, 61 árs og eldri, er þessu á annan veg farið en í þessum hópi farsímanotenda eru aðeins 14% sem nota SMS daglega en 20% sem nota símann til að hringja eða svara símtölum. Þetta kemur fram í frétt á fréttavef Tæknivals.