*

Heilsa 27. mars 2013

Fartölvuborð fyrir þann bakveika

Loks er komið fartölvuborð sem er hannað fyrir bakveikt fólk. Síðan er það líka umhverfisvænt og töff. Hvað þarf maður meira?

Fartölvuborðið Vool er sérstaklega hannað fyrir fólk með viðkvæmt bak og líka bara alla sem vilja huga vel að baki og öxlum. Vefsíðan Gizmodo segir frá

En borðið er ekki bara heilsusamlegt heldur þykir það fallegt en það tvennt fer ekki alltaf saman eins og dæmin sanna

Borðið er hannað með það í huga að minnka álag á baki og öxlum en með því að nota borðið situr fólk síður hokið við tölvuna en hokið eða bogið bak veldur gríðarlegu álagi á vöðva og brjósk í baki.

Og ef það er ekki nóg þá er borðið búið til úr viði sem kemur úr sjálfbærum skógi við landamæri Rússlands og Finlands. Borðið kostar 390 dali eða 48.418 krónur. Dáldið dýrt en það er líka handgert, töff og sparar pláss. Og gleymum ekki bakinu og sjúkraþjálfunarkostnaði. 

Stikkorð: Bakveiki  • Fartölvur