*

Hitt og þetta 2. október 2019

Fasteignir fyrir fúlgur fjár

Söngvarinn Gwen Stefani seldi fasteignina sína fyrir um það bil 2,7 milljarða. Joel Silver hefur sett sína fasteign á sölu.

Söngvarinn Gwen Stefani og breski rokkarinn Gavin Rossdale hafa selt húsið sitt í Beverly Hills fyrir hvorki meira né minna en 2,7 milljarða íslenskra króna. Hjónin skyldu árið 2016 en húsið hefur verið á sölu síðan 2017, ásett verð var fyrst 4,3 milljarðar. Húsið telst hið glæsilegasta en eignin var meðal annars í eigu Jennifer Lopez. Þetta fjallar The Wall Street Journal um.

Þessi tíðindi koma sama dag og kvikmyndaframleiðandinn Joel Silver, sem framleitt hefur myndir á borð við Die Hard og Matrix setti húsið sitt á sölu. Húsið var byggt árið 2003 en ásett verð er um það bil 9,6 milljarðar króna. Ef húsið verður selt nálægt ásettu verði yrði það metfjárhæð í hverfinu en eignin nær yfir um það bil 26 þúsund fermetra.