*

Tölvur & tækni 10. október 2014

Fátæk lönd hlaða frekar niður kvikmyndum

Ný rannsókn sýnir fram á að flestir deila áfram tónlist í gegnum deilisíður á internetinu.

Íbúar landa með lága landsframleiðslu á mann hlaða frekar niður kvikmyndum af deilisíðum en íbúar ríkari landa og flestir þeir sem deila áfram rafrænum skjölum í gegnum deilisíðuna BitTorrent deilir tónlist. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn frá Northwestern háskóla um hegðun notenda á deilisíðum.

Rannsóknarteymi Northwestern háskóla fékk aðgang að stóru gagnasafni frá BitTorrent til að rannsaka hegðun um 10.000 notenda deilisíðunnar. Luís A. Nunes Amaral, einn höfunda rannsóknarinnar, segir í tilkynningu sem fylgdi birtingu rannsóknarinnar að hægt sé að sjá skýran mun á smekk á milli landa á því hvaða efni sé vinsælast hverju sinni. 

Hér er hægt að finna niðurstöður rannsóknarinnar.