*

Hitt og þetta 7. nóvember 2013

Fatakaup sem ber að varast á ferðalögum

Föt og fylgihlutir, sem finna má í búðum á ferðalaginu, líta oft betur út einmitt þar, á ferðalaginu, en þegar heim er komið.

Fólk getur tekið slæmar ákvarðanir í fatabúðum á ferðalögum og komið heim með alls kyns góss sem það notar aldrei.

Skræpóttar stuttbuxur í Tælandi, sem litu vel út á ströndinni með kokteil í hendi, koma ekki eins vel út í segjum Hagkaupi á mánudegi. Eða skeljahálsmenið góða keypt í hitabeltinu. Það lítur kannski vel út innan um öll hin hálsmenin á sölustandinum við hliðina á kókóshnetubarnum en er ekki að gera sig í jólaboði í Grafarvogi. 

Í hjálplegri samantekt á Stuff.co.nz eru nokkur algeng mistök í kaupum í heimi tískunnar tekin saman. Skoðum nokkur: 

Þjóðbúningar frá hvaða landi sem er. Þetta er alltaf mjög fallegt en nei. Ekki kaupa þetta. Aldrei. 

I (hjarta) NY stuttermabolur, bolli, hattur, penni, hvað sem er. Segir sig sjálft. Ekki kaupa þetta rugl. 

Ódýr jakkaföt í Asíu. Ef jakkafötin kosta ekki nema nokkur þúsund krónur eru töluverðar líkur á því að þau detti í sundur í fyrstu hreinsun þegar heim er komið. 

Stikkorð: Tíska  • ferðalög  • Föt  • Rugl