*

Tíska og hönnun 12. mars 2014

Fegurð á Ibiza

Á eyjunni Ibiza er stórfenglegt hús til sölu sem er fallega hannað og innréttað.

Gullfallegt hús er til sölu í hinu afgirta Vista Alegre hverfi á eyjunni Ibiza, undan ströndum Spánar. 

Húsið er á tveimur hæðum og mjög nútímalegt í allri hönnun. Stór verönd og svalir umlykja húsið, stórt svæði er fyrir útigrill, sundlaug er í garðinum og bílskúr. 

Allt er fyrsta flokks í húsinu, hiti í gólfum og öll eldhústæki elegant og glæsileg. 

Húsið er 280 fermetrar og í því eru þrjú svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Óskað er eftir tilboðum í eignina. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Ibiza