*

Hitt og þetta 10. september 2013

Feitir bitar á Airbnb

Sumarhús á Íslandi er á meðal eigna sem vekja athygli á leigumiðluninni Airbnb.

Á leigumiðlinum Airbnb leynast allskonar fjársjóðir. Gizmodo.com fór á stúfana og fann einstaklega flottar eignir til leigu.

Í boði þessa dagana eru til dæmis heimili eftir arkitektinn bandaríska Frank Lloyd Wright og einnig annað heimili sem sonur hans, Lloyd Wright, hannaði.

Og eignir eftir Wright feðga er ekki eini fjársjóðurinn sem fannst. Íbúð í Frank Gehry´s turninum í New York og sumarhús á Íslandi komu einnig í leitirnar. Myndirnar að ofan tala sínu máli. Sjá nánari umfjöllun hér 

 

 

 

 

 


Stikkorð: Hönnun  • Arkitektúr  • Airbnb