*

Hitt og þetta 16. júlí 2013

Fékk eldingu í sig í biðröð í matvörubúð

Líkurnar á því að fá eldingu í sig innandyra eru einn á móti milljón. En alveg eins og að vinna í lóttóinu þá getur allt gerst.

Þegar maður hélt að lífið gæti ekki orðið mikið hættulegra þá má bæta „biðröð við búðarkassa“ á listann yfir hættulegustu staði í heimi. En óheppin kona í Houma í Louisiana fékk í sig eldingu þar sem hún stóð í biðröð við búðarkassa í matvörubúðinni Rouses Supermarket.

Reyndar eru líkurnar á því að fá í sig eldingu innandyra víst einn á móti milljón. Sem betur fer slasaðist konan ekki alvarlega en hún fór þó á spítala í rannsóknir.

Gavin Phillips veðurfræðingur hjá National Weather Service í Bandaríkjunum segist aldrei áður hafa heyrt neitt þessu líkt. Hann segir líklegast að elding hafi farið í gegnum húsið í gegnum rafmagnskerfið.

Þótt atvikið hafi vakið talsverða athygli lokaði búðin ekki en búðin verður hér eftir líklegast þekkt fyrir annað en matvöru. Sjá nánari umfjöllun um málið hér

Stikkorð: Elding  • Örvænting  • Óheppni  • Þrumuveður