*

Veiði 19. september 2014

Fékk fyrsta fiskinn á flugu í Elliðaánum

Við árbakkana verða veiðimenn til eins og sannaðist í síðustu viku þegar þrettán ára strákur landaði sínum fyrsta fiski á flugu.

Daníel Ernir Njarðarson segir mikla tækni þurfa til að kasta flugu. Hann byrjaði að veiða í fyrra og missti meðal annars stórlax í Eystri-Rangá. Fyrsti flugufiskurinn kom síðan á land á föstudaginn. Það var sjóbirtingur, sem hann fékk þegar hann var með afa sínum að veiða í Elliðaánum.

„Fiskurinn tók brúna og gula Frances-túbu fyrir neðan Árbæjarhyl,“ segir Daníel. „Þegar fiskurinn tók var ég ekki með mína stöng heldur eldgamla Hardy stöng sem afi á. Hún er fyrir línu númer tíu og fiskurinn átti því ekki mikinnséns.“

Spurður hvort hann hafi drepið eða sleppt fisknum svarar Daníel: „Ég drap hann – þegar ég er með afa kemur ekki til greina að sleppa fiski, það er alveg á hreinu.“

Daníel fékk fyrstu veiðistöngina í jólagjöf fyrir tæpum tveimur árum. Það var Redington stöng fyrirlínu númer fimm.

„Ég fór aðeins að veiða síðasta sumar en byrjaði síðan af fullum krafti núna í sumar. Ég hef verið duglegur að æfa mig að kasta, sérstaklega í Elliðavatni en amma mín býr rétt við vatnið. Svo ég segi sjálfur frá þá hef ég tekið miklum framförum.“

Daníel hefur tvisvar farið í Elliðaárnarí sumar og einu sinni í Ísafjarðará með móður sinni. Í fyrra skrapp hann með pabba sínumí Hítará í nokkra klukkutíma og veiddi líka í heilan dag í Eystri-Rangá.

„Í Eystri fékk ég svakalega töku,“ segir Daníel. „Það var stórlax, það er alveg á hreinu. Ég náði ekki landa fisknum því taumurinn slitnaði. Pabbi lenti tvisvar í því sama. Honum þótti þetta eitthvað grunsamlegt og fór því með tauminn í veiðibúðina og þar kom í ljós að hann var gallaður, sem var auðvitaðfrekar svekkjandi fyrir okkur.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.