*

Ferðalög & útivist 21. nóvember 2013

Ferðaðist ein um Íran, á mótorhjóli

Það verður seint sagt að breska ævintýrakonan Lois Pryce fari troðnar slóðir.

Breska ævintýrakonan Lois Pryce ákvað að skella sér í þriggja vikna mótorhjólaferð um Íran nú í september og lét aðvaranir sem vind um eyru þjóta.

Breska utanríkisráðuneytið er ekki með virka viðvörun í gangi til breskra þegna um ferðalög til Íran en þeir eru þó varaðir við hættunni á handtöku og varðhaldi án nokkurra skýringa ferðist þeir til Íran. Svo fólk er ekki beinlínis hvatt til að sækja landið heim.

Þeir sem þó heimsækja Íran lofa gjarnan landið og gestrisni heimamanna. Þeir ferðast samt gjarnan í hópum og með farastjóra. Það eru því fáir sem ferðast einir um landið og hvað þá kona og á mótorhjóli af öllum hlutum.

Pryce var vöruð ítrekað við en hún lét það ekki stoppa sig og ákvað að taka áhættuna. Og áhættan var þess virði að sögn Pryce. Hvar sem hún kom mætti hún gestrisni en hún fékk einnig gríðarlega athygli.

Hér má lesa viðtal við Pryce á The Telegraph.

Stikkorð: Íran  • Mótorhjól