*

Ferðalög & útivist 23. september 2013

Ferðamenn forðast nágrannalönd Sýrlands

Ferðamönnum hefur fækkað í Líbanon, Kýpur, Ísrael, Jórdaníu og Tyrklandi eftir að stríðið í Sýrlandi braust út.

Ferðamannastraumur til nágrannalanda Sýrlands hefur snarminnkað síðustu misseri. Samkvæmt tölum frá vefsíðunni Trivago.co.uk hefur ferðamönnum fækkað um 47% að meðaltali á hverju ári síðan stríðið í Sýrlandi braust út.

Ástandið í ferðamannaiðnaðinum er verst í Líbanon en þar hefur ferðamönnum fækkað um 79%. Í Kýpur hefur þeim fækkað um 55%, Ísrael um 38%, Jórdaníu um 32% og Tyrklandi um 31%.

Ferðamenn virðast því forðast öll nágrannalönd Sýrlands og sérstaklega eftir að Bandaríkin tilkynntu að loftárásir á landið væru yfirvofandi. The Telegraph fjallar um málið á vefsíðu sinni hér.