*

Hitt og þetta 5. apríl 2013

Ferðamenn frá Kína eyða mestu

Þegar litið er á eyðslu ferðamanna tróna Kínverjar á toppnum. Árið 2012 slógu þeir eigið met og eyddu 102 milljörðum dala.

Kínverskir ferðamenn eyða mestu samkvæmt nýjustu tölum frá UNWTO (United Nations World Tourism Organization). CNN fjallar um málið hér

Ferðamenn frá Kína eyddu 102 milljörðum dala eða 12.605 milljörðum króna árið 2012 sem er 40% hækkun frá 2011 en þá eyddu þeir 73 milljörðum dala eða 9.021 milljarði króna.

Þessar fréttir koma ekki á óvart þegar litið er á efnahagsuppgang í Kína og hvað ferðamannaiðnaðurinn hefur vaxið í Kína síðustu 10 árin. Ferðir Kínverja til útlanda voru tíu milljónir árið 2000. Árið 2012 fóru þeir í 83 milljónir ferða til útlanda sem gerir ferðamannaiðnaðinn í Kína það markaðssvæði þar sem vöxtur er mestur í heimi.

Árið 2005 var Kína í sjöunda sæti and hefur síðan komist upp fyrir lönd eins og Ítalíu, Japan, Frakkland og Bretland.

Í greininni kemur líka fram að utanlandsferðir Kínverja snúast fyrst og fremst um verslun. Fyrir tíu árum síðan keyptu Kínverjar aðallega minjagripi en í dag kaupa þeir dýrar munaðarvörur á borð við handtöskur og úr.

Lönd sem eyða mestu á ferðalögum 2012

  1. Kína – 12.605 milljarðar króna
  2. Þýskaland - 10.356 milljarðar króna 
  3. Bandaríkin – 10.344 milljarðar króna 
  4. Bretland – 6.463 milljarðar króna
  5. Rússland – 5.289 milljarðar króna 
  6. Frakkland – 4.708 milljarðar króna
  7. Kanada – 4.350 milljarðar króna
  8. Japan – 3.473 milljarðar króna 
  9. Ástralía – 3.410 milljarðar króna 
  10. Ítalía – 3.237 milljarðar króna
Stikkorð: Kína  • lúxusvörur  • Ferðamannaiðnaður  • Kína