*

Ferðalög & útivist 22. nóvember 2013

Ferðamenn ótrúlega fljótir að birta myndir af snjallsímum

Tölfræði í kringum símamyndir á ferðalögum getur verið áhugaverð.

Samkvæmt könnun, sem gerð var fyrir Hotels.com farsímaappið, kom í ljós að hvorki meira né minna en 5,4 milljónir breskra ferðamanna hlaða upp mynd af farsímum sínum á innan við tíu mínútum þegar þeir mæta á áfangastað. 

Fjórðungur breskra ferðamanna birta mynd á innan við klukkutíma en að meðaltali bíður fólk í næstum þrjár klukkustundir áður en það birtir mynd af sumarleyfisstaðnum. Vinsælustu myndefnin af síma eru útsýnið úr hótelherberginu, rúmið, sundlaug eða landslag.

Næstum þrír fjórðu svarenda sögðust nota snjallsíma til að taka myndir og deila þeim á meðan þeir eru í fríi. Facebook er vinsælasti samfélagsmiðillinn þar sem myndunum er deilt.

Í könnuninni kom líka fram að karlmenn eru líklegri að kroppa myndir til og laga þannig myndir af sjálfum sér sem eru ekki teknar frá góðu sjónarhorni. The Telegraph segir frá könnuninni hér

Stikkorð: Snjallsímar  • Ljósmyndir