*

Ferðalög & útivist 18. júní 2012

Ferðast um Bretland með Beckham

Þeir sem ætla á Olympíuleikana í London en vita ekki hvað þeir ætla að gera á milli keppna geta nú andað léttar.

Breska knattspyrnugoðið David Beckham segir netverjum sem hug hafa á að fara til Bretlands í kringum Olympíuleikana í London í sumar hvað þeir geta skoðað þegar engin áhugaverð keppni stendur yfir.

Beckham mælir með 10 stöðum í netútgáfu breska dagblaðsins Telegraph.

Á meðal þeirra er Buckingham-höll, leikvangur Manchester United, markaðurinn í Camden-hverfinu og veitingastaðirnir Ceconnis og Nobu. Þeir sem þurfa að bíða lengi eftir ákveðnum keppnum geta skellt sér í golf á St. Andrews-vellinum í Skotlandi.  

Hér má sjá val David Beckham.