*

Tölvur & tækni 22. júlí 2012

Ferðatækni: Fjögur ráð til að auðvelda viðskiptaferðina

Það er ástæðulaust að ferðast með of mikið af farangri.

Andrés Magnússon

Viðskiptaferðir geta verið þreytandi en óhjákvæmilegur fylgifiskur vinnunnar. En það má nota tæknina til þess að gera þær eilítið bærilegri.

Hið fyrsta sem þarf að huga að er tækjakosturinn. Það er ástæðulaust að ferðast með of mikið. Er t.d. nauðsynlegt að hafa  fartölvuna alltaf með sér eða dugar iPad? Það munar um minna í þyngd og umfangi.

Það er oftast hægt að nota snjallsíma til þess að tengjast netinu, en það getur verið dýrt. Því getur verið ráð að eiga netpung
og kaupa sér SIM-kort með netaðgangi þegar á áfangastað er komið. Vertu einnig með snúrur og millistykki á hreinu. Alltaf vera með vararafhlöðu með þér, helst af þeirri gerð, sem getur hlaðið rafhlöður í öðrum tækjum.

Undirbúðu þig fyrir ferðina. Ef það er t.d. til app fyrir almenningssamgöngur í borginni, sem þú ert á leiðinni til, er örugglega betra að ná í það fyrir ferðina en eftir að þú ert kominn. Þú gætir náð í appið AllSubway núna, en það er með neðanjarðarlestakerfum 151 borgar.

Menn þurfa að búa sig misvel eftir áfangastöðum. Athugaðu appið Packing Pro til þess að hjálpa þér við þann undirbúning.

Stikkorð: Viðskipti  • Ferðalög  • Ipad