*

Ferðalög & útivist 16. febrúar 2013

Ferðaþjónustan fyllti Laugardalshöllina - Myndir

Ferðakaupstefnan Mid-Atlantic fór fram í lok síðustu viku og var sú stærsta sem haldin hefur verið á Íslandi.

Kaupstefnan er haldin í Laugardals- höll á vegum Icelandair og var nú haldin í 21. skipti. Tilgangur samkomunnar er að sögn aðstandenda að tengja saman kaupendur og seljendur ferðaþjónustu í þeim tilgangi að styrkja og auka ferðamannastraum til Íslands.

Kaupstefnan hefur eins og áður sagði aldrei verið fjölmennari og voru fulltrúarnir alls 700 frá 21 þjóð. Í tilkynningu frá Icelandair segir að að þessu sinni hafi erlendir fulltrúar verið um 440 og komu frá þeim löndum sem hafa mikil ferðaþjónustu- tengsl við Ísland.

Fleiri myndir og nánari umfjöllun er í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Ferðaþjónusta