*

Ferðalög 24. október 2013

Ferðavefsíða fyrir flughrædda

Það má segja að vefsíðan RoadRailandSea.co.uk sé svarið fyrir þá flughræddu og fyrir fólk sem vill njóta ferðalagsins.

Vefsíðan RoadRailandSea.co.uk er vefsíða fyrir fólk sem hyggst ferðast frá Bretlandi og um alla Evrópu án þess að þurfa að stíga upp í flugvél.

Flic Everett, einn af stofnendum síðunnar, segir hana ætlaða þeim sem vilja njóta ferðalagsins. Hún stofnaði síðuna með eiginmanni sínum, ljósmyndaranum Simon Buckley.

Þau ákváðu að stofna vefsíðuna eftir að hafa lent í vandræðum með að afla sér upplýsinga á vefnum þegar þau hugðust keyra í gegnum Frakkland og Ítalíu.

Vefsíðan fór í loftið í september 2012. Útlitið á síðunni er gamaldags og í retróstíl. Innblásturinn er stemningin á lestarstöðvunum 1930, þegar fólk tók sér tíma í ferðalögin og naut umhverfisins. 

The Guardian segir frá málinu á vefsíðu sinni. 

Stikkorð: ferðalög  • lestarferðir
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is