*

Bílar 31. október 2014

Ferrari F60 America í framleiðslu

Einungis verða smíðuð 10 eintök af bílnum og munu þau öll vera seld samkvæmt fréttum vestanhafs.

Ítalski sportbílaframleiðandinn Ferrari hefur ákveðið að smíða nýjan ofurbíl sem fengið hefur nafnið Ferrari F60 America.

F60 America er með sama undirvagn og F12 Berlinetta og verður knúinn eins V12 vél og F12 bíllinn en hún er 6,3 lítra og skilar 545 hestöflum. Hámarkstog er 690 Nm. Með þetta afl í vopnabúrinu kemst bíllinn úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 3,1 sekúndu.

Einungis verða smíðuð 10 eintök af F60 America og þeir munu allir vera seldir samkvæmt fréttum vestanhafs. Bíllinn mun kosta 2,5 milljónir dollara sem jafngildir 302 milljónum króna.

Stikkorð: Ferrari F60