*

Bílar 28. september 2016

Ferrari líklegur senuþjófur

Á bílasýningunni í París verður Ferrari Aperta líklega einn af senuþjófunum.

Það styttist óðum í bílasýninguna í París sem hefst á næstu dögum og óhætt að segja að spennan magnist enda verða fjölmargir áhugaverðir bílar frumsýndir. Líklegt má telja að einn af senuþjófum sýningarinnar verði nýr Ferrari LaFerrari Aperta í Hybrid útfærslu. Aperta þýðir þýðir „opinn" á ítölsku og það er orð að sönnu því bíllinn verður með blæju.

Þessi nýi sportbíll er með V-12 bensínvél og 120 kW rafmótor sem samanlagt skila bílnum alls 936 hestöflum sem er ekkert smáræði. Það er talsvert meira en hinn venjulegi LaFerrari sportbíll með V-12 vélina eina í vopnabúrinu en sá er 800 hestafla sem er svo sem ekkert til að kvarta yfir. Aperta fær Hybrid kerfið úr LaFerrari Coupé. Aperta er spennandi Hybrid sportbíll og víst að augu margra sýningargesta verða á þessari fallegu kerru úr smiðju ítalska ofurbílaframleiðandans.

Stikkorð: Ferrari  • senuþjófur  • Aperta