*

Tölvur & tækni 4. apríl 2014

Fimm ára drengur uppgötvaði öryggisgalla

Fimm ára gamall drengur er núna kominn á lista hjá Microsoft yfir öryggissérfræðinga.

Fimm ára gamall drengur uppgötvaði öryggisgalla´i Xbox Live tölvunni. Hann hefur núna hlotið þakkarbréf frá Microsoft vegna uppgötvunar sinnar. 

Hinn fimm ára gamli Kristoffer Von Hassel, frá San Diego, áttaði sig á því hvernig hann gæti skráð sig inn á notendanafni Microsoft án þess að hafa rétta lykilorðið. 

Microsoft hefur núna lagað gallann og bætt Kristoffer inn á lista yfir þá menn sem hafa bætt öryggi á vörum fyrirtækisins. 

Drengurinn áttaði sig á því að með því að slá inn rangt lykilorð kæmi upp möguleiki til þess að skrá sig inn aftur. Þá þyrfti hann einfaldlega að ýta á bilslá, í stað þess að stimpla inn lykilorð, til þess að komast áfram. 

BBC greindi frá. 

Stikkorð: Microsoft