*

Ferðalög & útivist 9. apríl 2013

Fimm atriði í flugvélum framtíðar

Hreyfanleg sæti, sjónvarp í beinni og sjálfhreinsandi borð eru það sem koma skal í flugvélum framtíðar.

Flight Centre valdi þau atriði sem þeim leist best á úr tillögum sem bárust í Crystal Cabin verðlaunin. Crystal Cabin verðlaunin eru verðlaun fyrir bestu framtíðarsýnina þegar kemur að flugvélaiðnaðinum. Stuff.co.nz segir nánar frá hér

Alls konar tillögur hafa borist til Crystal Cabin síðustu árin, eins og sturtuklefar með Emirates flugfélaginu, sérpantaðar máltíðir með Singapore Airlines og tvöföld rúm með Virgin Atlantic.

Tillögurnar sem Flight Centre valdi í ár eru:

Sjónvarpsstöðvar. Nú eru dagar niðurhals og söfnunar sjónvarpsþátta fyrir löng flug liðin tíð. Design company Row 44 hefur búið til Wi-Fi sjónvarp sem gerir farþegum kleift að horfa á sjónvarp í símum sínum, tölvum eða öðrum tækjum.

Hreyfanleg sæti. Nú geta fjölskyldur, vinahópar eða vinnufélagar snúið sætunum þannig að fólk sitji hvert á móti öðru ef það vill spjalla saman eða nota tímann og vinna. Zodiac Seats í Bandaríkjunum hannaði sætin.  

Afþreyingarkerfi með augnhreyfingu. Bandaríska fyrirtækið Thales hefur búið til afþreyingarkerfi sem einstaklingur getur stjórnað með augunum og handahreyfingu.

Stærri salerni.  Salerni þar sem þarfir fatlaðra eða þeirra sem eru í yfirþyngd eru teknar til greina er hugarsmíð þýska fyrirtækisins Waldheuer. Inni á salerninu munu auglýsingar birtast á veggjum svo flugfélögin græða.

Sjálfhreinsandi borð. Borð sem er létt og hreinsar sig sjálft er uppfinning Acro Aircraft Seating. Borðinu má síðan smeygja niður við hliðina á sætinu þegar búið er að nota það. 

Stikkorð: Þjónusta  • Flugvélar  • Tækni  • Framtíðin