*

Matur og vín 20. febrúar 2013

Fimm bestu borgir í heimi fyrir matgæðinga

Ef þú ert á leið til útlanda og þér finnst gaman að borða þá væri sniðugt að velja eina af borgunum hér að neðan.

Þær fimm borgir sem komust á lista bbc.com yfir bestu borgir í heimi fyrir matgæðinga eiga nokkur atriði sameiginleg: Góðan aðgang að hráefnum, stórkostlega veitingastaði, einstakar matarhefðir og síðast en ekki síst, ástríðu íbúa fyrir öllu sem tengist mat.

New York

Í New York er fjölbreytnin endalaus þegar kemur að mat. Michelin staðir standa í röðum innan um mjög metnaðarfulla skyndibitastaði og síðan er allt hitt inn á milli. Sagt er að veitingastaðabransinn sé í raun þjóðaríþrótt í New York þar sem kokkar, veitingahúsagagnrýnendur og aðrir matarbloggarar eru aðalnúmerin í bænum. 

Lyon

Þökk sé matreiðslumanninum Paul Bocuse er Lyon rómuð fyrir dýrindis matarhefðir. Paul Bocuse hefur haft mikil áhrif á matarmenningu um allan heim með veitingastöðum sínum og matreiðsluskóla. Hin fræga Bocuse d´Or er einskonar Ólympíuleikar kokka en þar keppa 24 kokkar um gullið. 

Tókýó

Veitingastaðir Tókýó hafa fengið fleiri Michelin stjörnur á ári hverju síðan 2010 heldur en veitingastaðirnir í París og New York. Borgin telst því vera gúrme höfuðborg heimsins. 

Oaxaca 

Borgin Oaxaca er í suðvesturhluta Mexíkó þar sem matreiðsluhefð innfæddra, Zapotec indíánanna ræður ríkjum. Þeir eru frægir fyrir ræktun sína á súkkulaði, himneskar chilli sósur og framandi drykki. Maturinn sem borinn er á borð í Oaxaca er einstakur og finnst hvergi annarsstaðar í Mexíkó.

Singapúr

Það sem gerir Singapúr svo skemmtilega þegar kemur að áti er blandan af ólíkum matarhefðum. Kína, Malasía, Indland og Evrópa blandast saman í einn stóran og girnilegan suðupott og úr verður skemmtileg blanda. Vinsælt er að fara í stóra matargarða þar sem litlir vagnar með skyndibita eru á hverju strái. Kjúklingahrísgrjónaréttir, chillikrabbar eða laksa (sterk súpa) eru vinsælir á meðal heimamanna. 

Stikkorð: Singapúr  • New York  • Veitingastaðir  • Matur  • Tókýó