*

Ferðalög & útivist 16. júlí 2013

Fimm bestu lúxusstrandhótelin

Bestu strandhótel í heimi eru öll staðsett í kyrrð, ró og mikilli náttúrufegurð, fjarri háum hótelturnum og öðrum túrisma.

Þeir á nýsjálensku vefsíðunni Stuff.co.nz vita hvernig Íslendingum líður þessa dagana því á Nýja-Sjálandi er einmitt vetur. Nánast eins og hér á Íslandi. Og hvað haldiði að þeir hafi gert skemmtilegt? Jú, þeir tóku saman lista yfir fimm bestu lúxusstrandhótel í heimi.

Lesið hér ef þið viljið kynna ykkur nánar þann gólandi lúxus sem þessi hótel hafa upp á að bjóða. 

Hér kemur listinn:

St. Regis á Bora bora: Í blágræna Kyrrahafinu er paradísin Bora bora. Hótelið St. Regis kannast margir við en atriði úr myndinni Couples Retreat með Vince Vaughn voru tekin á hótelinu. Þó myndin hafi kannski ekki slegið í gegn þá gerir hótelið það svo sannarlega. Á hótelinu eru fjölmargar sundlaugar, bar í miðri sundlaug, lón með saltvatni og exótískum fiskum og yfir 100 tegundir af svítum og herbergjum og litlum villum.

Aitutaki Lagoon Resort and Spa: Staðsetningin gerir hótelið að því sem það er er. Það er á einkaeyju og stendur við hið heimsfræga Aitutaki Lón. Litlar villur standa yfir lóninu, útisturtur og engar byggingar sem trufla útsýnið yfir tært hafið og náttúruperluna sem eyjan er.

Necker Island: Necker Island er í eigu Sir Richard Branson. Eyjan er í miðjum Bresku-Jómfrúareyjaklasanum. Allt að 28 manns geta gist á eyjunni og kostar dagurinn 53.000 dali. Fína og fræga fólkið sem hefur gist á eyjunni eru til dæmis, Larry Page hjá Google, Kate Winslet, Oprah, Jimmy Fallon og David Beckham. Hægt er að velja á milli sex húsa í Balístíl og útsýni úr þeim er í 360 gráður.

The Ritz Carlton, Laguna Niguel: Hótelið stendur á klettabrún með útsýni yfir Kyrrahafið og Laguna hlíðarnar í Kaliforníu. Sérstakir aðdáendur hótelsins voru Michael Jackson og Bandaríkjaforsetarnir fyrrverandi Reagan, Nixon og Carter.

Laucala Resort, Laucala Island, Fiji: Eyjan er 12 kílómetra löng og tilheyrir Fiji. Laucala eyja er í eigu Dietrich Mateschitz, milljarðarmærings og eiganda Red Bull. Eyjan er jafnan kölluð Eden og John Travolta og Arnold Schwarzenegger eru á meðal gesta sem hafa búið á hótelinu Laucala Resort. 

Fylgist með Eftir vinnu hér á Facebook.

 

 

 

Stikkorð: Lúxus  • lúxushótel  • Gaman  • Elegans