*

Heilsa 18. mars 2013

Fimm fæðutegundir sem eru hollar fyrir heilann

Hnetur, sætar kartöflur, vínglas og fleira góðgæti styrkir heilastarfsemina og gerir okkur skarpari samkvæmt nýjum rannsóknum.

Matartegundirnar hér að neðan þykja hafa góð áhrif á heilastarfsemina samkvæmt bókinni „Power Foods for the Brain,“ eftir Neal Barnard aðjúnkt í George Washington University School of Medicine and Health Sciences. Nánari upplýsingar um málið má finna hér. 

Neal tekur fyrir helstu matartegundir sem eiga að verja heilann fyrir sjúkdómum á borð við Alzheimer og elliglöpum.

Valhnetur

E-vítamín er gott fyrir heilastarfsemina. Rannsóknir sýna að fólk sem borðar fæðu sem inniheldur mikið E-vítamín minnka líkurnar á Alzheimer um 25%. Hnetur og fræ eru sú fæða sem innheldur mest af E-vítamíni og Neal mælir þá sérstaklega með valhnetum.

Bláber

Bláber innihalda ekkert kólesteról. Og það þykir vandað því þrengsli æða og æðakölkun hefur ekki góð áhrif á heilastarfsemina. Einnig hefur andoxunarrík fæða reynst vel fólki sem stríðir við minnistap en bláber eru full af andoxunarefnum. 

Brokkólí

Í brokkólí er fólinsýra, B6- og B12-vítamín. Þessi blanda þykir góð þegar kemur að því að minnka homocysteini í líkamanum en það hefur slæm áhrif á heilann og hjartað.

Sætar kartöflur

B6-vítamín er gott fyrir heilastarfsemina. Rótargrænmeti og bananar eru einstaklega rík af B6-vítamíni. Neal tekur fram að íbúar Okinawa borði mjög mikið af rótargrænmeti enda hafa rannsóknir sýnt að eldri borgarar þar eru óvenju klárir í kollinum.

Vín

Og þá að rúsínunni í pylsuendanum: Vín. Of mikið vín er að sjálfsögðu slæmt fyrir heilsuna en rannsóknir hafa sýnt að eitt til tvö glös á kvöldin minnka líkur á Alzheimer til muna. Rauðvín er betra en hvítvín þegar kemur að starfsemi hjartans en þegar kemur að heilanum skiptir það ekki máli.

Stikkorð: Heilsa  • heilinn  • Alzheimer