*

Hitt og þetta 23. desember 2013

Fimm góðar jólamyndir

Ekki láta þér leiðast um jólin. Kíktu á bestu jólamyndirnar til að koma þér í rétta gírinn.

Fyrir þá sem eru ekki ennþá komnir í rétta jólagírinn þá er tilvalið að rifja upp nokkrar af bestu jólamyndum allra tíma. Forbes tók saman lista nokkrar góða ræmur. Hér eru þær fimm bestu. 

5. A Christmas Story. Sannkölluð fjölskyldugrínmynd af gamla skólanum. 

4. 1941. Steven Spielberg reynir að vera fyndinn árið 1979 og það tekst. John Belushi og Dan Akroyd eru kóngarnir í þessari stríðs-grínmynd. 

3. The Nightmare Before Christmas. Þessi er klassík. Sagan eftir Tim Burton. Snýst um Jack Skellington sem uppgötvar Jólabæ. Segjum ekki meira.

2. Brazil. Jonathan Pryce og Robert De Niro fara á kostum í þessari „framtíðarmynd“ sem er gerð árið 1985. Leikstjórinn Terry Gilliam er meðal annars þekktur fyrir leikstjórn Fear and Loathing in Las Vegas og að hafa verið á meðal höfunda að handriti kvikmynda eins og Life of Brian.

1. Die Hard. Bruce Willis hefur aldrei átt jafn góða daga og sem John McClane í upprunalegu Die Hard myndinni. Byssur, sprengjur og baráttan við hryðjuverkamenn um jól. Gerist ekki betra.