*

Tíska og hönnun 12. febrúar 2013

Fimm hæða hús uppi á þaki

Einstök íbúð sem er í raun hús er til sölu í Tribeca hverfinu í New York. Íbúðin kostar 3,1 milljarða íslenskra króna.

Eignin sem er algjörlega einstök er í Tribeca hverfinu á Manhattan, New York. Hún er á fimm hæðum og er í raun hús ofan á húsi. Í húsinu er tvöföld lofthæð, risastórir gluggar, þrennar stórar svalir og einkagarður uppi á þakinu. Sotheby´s International Realty er með eignina í sölu.

Í borg þar sem lítill eldhúskrókur þykir lúxus þá ætti eldhúsið að sleppa vel en í því er arinn og sérstakt morgunverðarhorn. Í húsinu eru sjö svefnherbergi og sjö baðherbergi. 

Nóg er plássið fyrir áfengið en í „vínkjallaranum“ (þetta er penthouse) er pláss fyrir eitt þúsund flöskur. 

Íbúðin kostar 3,1 milljarð íslenskra króna og er rúmlega 1000 fermetrar.

Stikkorð: New York  • Fasteign