*

Hitt og þetta 12. nóvember 2013

Fimm leiðir til að fá fleiri læk á Instagram

Ef þú færð fá læk á Instagram má alltaf leita leiða til að fjölga þeim. Hér má finna fimm leiðir sem gera mynd líklega til vinsælda.

Það er gaman að fá læk á samfélagsmiðlinum Instagram, hvort sem fólk vill viðurkenna það eða ekki. 

Fólk sem fær fá læk á myndir eða vill bara auka við gólandi vinsældir getur farið eftir niðurstöðum rannsókna sem liðið á Curlate gerði á átta milljónum mynda á Instagram.

Í ljós kom að myndir í fáum litum, þá helst einum, og í 24% tilfella bláum, fá flest lækin. Einnig er vinsælt að hafa þekktan bakgrunn og ekki of miklar nærmyndir.

Skoðum atriðin fimm:

  • Einn litur, helst blár. 
  • Birta í 65-80 prósent. 
  • Þekktur bakgrunnur, ekki kroppa myndina of mikið. 
  •  Mildir filterar, svo sem „Walden“ eða „Rise“. 
  •  Skellið myndinni á Twitter (á Íslandi gildir líklega frekar Facebook).

Þetta kemur fram á Gizmodo.com.

Stikkorð: Stuð  • Instagram  • Gaman  • Fjör  • Vinsældir