*

Bílar 13. ágúst 2013

Á fimmta hundrað bílar innkallaðir

Askja hefur innkallað 356 KIA bíla vegna galla í bremsurofa. Þá mun Toyota á Íslandi innkalla 58 Yarisa.

Bílaumboðið Askja hefur innkallað 356 KIA bifreiðar. Komið hefur í ljós galli í bremsurofa sem var notaður í nokkur módel af KIA. Þarna er um að ræða fjórar tegundir af KIA, það er Carnical VQ, Sportage, KMs, Sorento, XM og Sorento, BL. Askja hefur nú þegar sent hlut að eigandi aðilum bréf þess efnis, eftir því sem fram kemur á vef Neytendastofu. 

Þá hefurToyota á Íslandi ákveðið að innkalla 58 Yaris bifreiðar. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á þessu ári. Bílarnir eru innkallaðir vegna möguleika á að rör í hemlakerfi í afturhjólum séu ekki rétt hert. Ef rörin eru ekki rétt hert er hætta á að vökvi leki af hemlakerfinu og hemlunargeta bílsins minnki.

Þær tegundir af KIA sem innkallaðar voru eru:
Gerð/árgerð:
Carnical, VQ (nóv 2006 til jún 2007)
Sportage, KMs (mai 2007 til jan 2010)
Sorento, XM (maí 2009 til april 2011)
Sorento, BL (maí 2007 til desember 2008)