*

Hitt og þetta 17. desember 2013

Fimmtíu furðulegar umferðarreglur

Þegar rýnt er í umferðarreglur víðs vegar um heiminn kemur margt afar furðulegt í ljós.

Á Huffington Post er áhugaverð grein fyrir allt áhugafólk um umferðarlög og þá sem ætla að keyra í útlöndum.

Í greininni eru taldar upp 50 umferðarreglur sem þykja sér í lagi undarlegar. Þar er til dæmis sagt frá því að í Danmörku ber ökumönnum að kíkja undir bílinn áður en keyrt er af stað til að vera vissir um að enginn sé undir bílnum.

Á Kýpur má hvorki borða né drekka undir stýri, ekki einu sinni vatn. Í Rússlandi má sekta ökumann sem keyrir um á skítugum bíl. Í Þýskalandi er ólöglegt að verða bensínlaus á hraðbrautinni. Í Japan er ólöglegt að keyra í poll þannig að skvettist á gangandi vegfaranda.

Og síðan var það Sarasota í Bandaríkjunum en þar eru ökumenn sektaðir um 78 dollara fyrir að keyra á gangandi vegfaranda.

Stikkorð: Umferð  • Rugl  • Furðulegt