*

Bílar 29. júlí 2018

Fín þrenna frá Opel

Bílabúð Benna býður upp á þrjár tegundir sendibíla Opel sem fást í ýmsum útfærslum sem hæfa mismunandi þörfum.

Bílabúð Benna býður upp á þrjár tegundir sendibíla Opel sem fást í ýmsum útfærslum sem hæfa mismunandi þörfum.

Vivaro er millistór sendibíll og státar af nýrri gerð véla með háþróaðri framdrifstækni og öflugum tæknibúnaði sem eykur eldsneytisnýtingu. Vivaro er með 1,6 lítra ECOFLEX dísilvél sem eyðir aðeins 6,5 lítrum á hundraðið miðað við blandaðan akstur. Vivaro er með meiri krafti, flutningsgetu og meiri þægindi en áður.

Vivaro hefur 8,6 rúmmetra hleðslurými og burðargetan er 1,2 tonn. Hæðarmörk varnings erU 1.200 mm og lengdin má vera allt að 2.937 mm,  á lengri gerðinni af Vivaro. Fjöldi geymslurýma í mælaborði og skrifstofusæti eða bekkur gerir vinnuaðstöðuna góða í bílnum.

Opel Movano er annar hagkvæmur sendibíll frá þýska bílaframleiðandanum í Russelsheim. Movano býður fjölbreytta valkosti þegar kemur að útfærslum. Bíllinn er með 2,0 CDTi dísilvél sem eyðir 7,2 á hundraðið miðað við blandaðan akstur.

Opel Combo er þriðji sendibíllinn frá Opel með flutningsgetu upp á eitt tonn, eða 4,3 rúmmetra. Hann er vel búinn fyrir bílstjórann, hagkvæmur í rekstri OG góður í hleðslu. Opel Combo er með 1,3 lítra CDTi dísilvél sem eyðir aðeins 5 lítrum á hundraðið miðað við blandaðan akstur.