*

Hitt og þetta 2. júní 2005

Fingrafaraskynjarar í Fujitsu Siemens spjaldtölvur

Tölfuframleiðendur gera sífellt meira til að torvelda þjófnað á fartölvum sem stöðugt færist í vöxt. Ein af spjaldtölvum Fujitsu Siemens verður búin fingrafaraskynjurum frá AuthenTec fyrirtækinu að því er fram kemur í tímaritinu Business Journal í Orlando en Authen Tec hefur bækistöðvar í Flórída, í borginni Melbourne. Um er að ræða lausn sem Fujitsu Siemens samtvinnar aðgangshugbúnaði frá þýska fyrirtækinu iC Compas, Sicrypt Smarty, og veitir aukið öryggi og þægindi í notkun spjaldtölvanna.

Fjórar milljónir fingrafaraskynjara frá Authen Tec eru í notkun í heiminum, segir í fréttinni.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals.